Einstök handunnin viðarbretti
Brettin eru í boði í margs konar viðartegundum en aðallega eru þau úr ofnþurrkaðri eik og hnotu.
Á þau er borin náttúruleg olía sem gefur viðnum fallega áferð.
ngin tvö bretti eru eins og má því segja að hvert bretti er einstakt.
Stærð og lögun eins og þú vilt
Brettin eru fáanleg í ýmsum stærðum og lögun þeirra er margbreytileg.
Hægt er að fá sérsmíðuð bretti eftir máli og smekk hvers og eins.
Þitt er valið! Kíktu endilega á myndirnar okkar hér á facebook, þar sérðu dæmi um útlit, stærð og lögun.
Margnota Meiður
Margnota Meiður
Meiður er til prýði við alls konar tilefni og má nota undir hvað sem þér dettur í hug:
Sem framreiðslubretti undir: osta og pestó, sushi, pítsur, smárétti, sem skurðarbretti, til heimilisprýði, t.d. undir aðventukerti eða veisluskreytingu.

